19.11.2006
Sýnishorn af vetri
Snjókorn féllu í nótt. Þegar við vöknuðum í morgun voru allar rúður hrímaðar og hvít snjóslykja yfir nánasta umhverfi og líklega rúmlega það. Mjög kuldalegt um að litast og fréttir bárust af illviðri, ófærð á höfuðborgarsvæðinu og útköllum björgunarsveita Jonni og Jóhanna Rakel klæddu sig upp í sitt hlýjasta púss og örkuðu út í veðurhaminn, sem var nú reyndar gengin niður. Við ætluðum aldeilis að vesenast á snjóþotunni í öllum snjónum sem hafði kyngt niður. Fyrir utan nokkra smá skafla hér og hvar, var göngustígurinn auður inn á milli. Þannig að fréttir af ófærð voru sannar af smábílum á sumardekkjum, en að öðru leyti ýktar. Til dæmis eru allar helstu götur orðnar auðar aftur núna yndir kveld. Svo minni ég á glæsilegt myndskeið af ungunum okkar hér á síðunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2006
Prison Break í Reykjavík
Það er ekki nema tvennt um að ræða í þessu tilfelli. Annað hvort er viðkomandi búin að horfa of mikið á sjónvarp á Hrauninu eða þá að kauði sé að fara taka þátt í prófkjöri um helgina ...
Lýst eftir strokufanga í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2006
Eggert Aron J Levy
Skírt var á Fífuvöllum í dag. Eggert Aron heitir kappinn og er hann fimmti Íslendingurinn sem ber þessa tvennu.
Öfugt við aðdraganda fyrstu andardráttanna var þetta frekar erfið fæðing. Þegar ég náði í kökuna í morgun kom í ljós að eini gaurinn sem fékk að vita nafnið fyrirfram hafði ekki áhuga að gera sér mat úr upplýsingunum. Ómerkt kaka og bakarinn farinn heim að sofa. Þetta bjargaðast þó allt saman, með því að tala smá íslensku við afgreiðslustelpurnar. Svo var stemming líka þegar heim var komið. Það rifjaðist upp fyrir okkur að sr. Pálmi hafði ekki enn hringt og staðfest komu sína, þannig að við hringdum í hann og kom þó ljós að þetta hafði líka lent í skipulaginu og hann ekkert á leiðinni. Pálmi er nú orðheppinn maður og hann sagði í símann við mig: "Guði sé lof fyrir að þú hringdir". Þetta er skemmtilegur frasi og magnað að fá þetta svona beint í æð... Annars talaði Siggi bróðir um að Pálmi og pizza væru alls ekki svo ólíkt system; sameiningartáknið er sími, maður hringir og pantar, afgreitt innan 20 mínútna og bæði búin korteri síðar.
En þetta hafðist allt saman og drengurinn var skírður fyrir hádegi eins og áætlað var. Stuttu síðar voru allir orðnir svangir, en bara einn sem grenjaði yfir því og þar af leiðandi bara einn sem fékk eitthvað almennilegt í munninn. Hinir þurftu að bíða aðeins lengur og fengur fyrir vikið meira advanced fóður; humarsúpu, snittur og brauðmeti. Ossa fínt. Þá voru kaffi og kökur síðar til holufyllingar.
Ég verð nú að kalla þeta schnilld að skíra heima og svona snemma dags. System sem er að gera sig, greinilega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.7.2006
af þrifnaði og öðru ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.7.2006
Jóhanna skírari [drengurinn nefndur]
Nýjasti meðlimurinn hefur fram til þessa verið kallaður "litli brór" af sér eldra og reyndara smáfólki. Nú er hins vegar búið að finna nafn á snáðann, en áherslan var á að nafnið skyldi vera lýsandi og kjarnyrt. Hann er núna betur þekktur sem "ælusnáðinn"! Foreldrarnir hafa tæpa viku til koma með eitthvað betra, en kauði verður skírður fyrir hádegi á laugardaginn.
Í gær var heimsóknartími og gott fólk kom langt að; Hemmi og Freyja frá Danaveldi, en þeim fannst snáðinn lítlill og sætur. Þá komu líka Smári, MP og Mist alla leið úr Garðabæ og þeim fannst okkar maður líka lítill. En honum til varnar þá hefur vöxtur hans í % verið gríðarlegur undanfarið og nánast allt hans líf. Mjög gaman að fá allt þetta fólk í heimsókn til okkar.
Fyrir þá sem ekki vita þá er það heitasta í dag skíði & nudd - og helst í Japan. Must see:
En falin myndavél frá Japan þar sem koma fyrir skíjó og massagí er gersemi og algjör Schniiild.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2006
Jóhanna komin heim í suddan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.7.2006
Rólegt líf
Þetta er frekar róleg vika. Jóhanna Rakel er í sumarfríi og til að hún fái núi ekki sólsting í glætunni sem var hérna í eitthvað korter um daginn þá "fékk" hún að fara í orlof í Skagafjörð. En þar rigndi sem er mjög gott fyrir Jóhönnu í aðlöguninni. Hún er þrælvön rigningu. Reyndar var nú líka mjög gott veður líka. En allavega, hún dvelur nú hjá afa og ömmu á króknum og þrífast allir vel. Þar mætast foringinn af Blásteini og sérkennarinn í skemmtilegri rimmu. Allir glaðir með það. Jóhannes litli er hins vegar við sama heygarðshornið. Hann virðist vera í góðu jafnvægi, allavega ef marka má magn inn og magn út. Standard equilibrium. Rauðhærða tröllskessan sem var hér í líki ljósmóður og vildi helst koma á nóttunni, en sætti sig við síðkvöld er hætt að koma. Það er frétt í sjálfu sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.6.2006
Sofandi fyrirsæta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2006
Ömmur á ferð og flugi
Í kvöld kom ljósmóðirin við, hún var á rúntinum um hverfið okkar og nýkomin úr heimsókn frá jafngömlu "litlu barni". Jóhanna beitir ennþá harðri Saddam-taktík á allt stráka tal, en hefur fallist á að drengurinn heiti "litli bróður minn" eða bara "stelpa". Annars eiga nú vinkonur hennar á leikskólanum líka litla bræður, þannig að stráksi á enn veika von um viðurkenningu þó síðar verði. Vonum hans vegna að hann þurfi ekki að bíða eins lengi og hommarnir eftir viðurkenningu "stóra bróður".
Svo voru ömmurnar á ferðinni áðan, það var aðdáunarvert. Reyndar ætti amma Inga að fá bjartsýnisverðlaun fyrir að ætla að kasta sér á beddanum fyrir flug frá KEF í morgunsárið. Mér skilst að hún þurfi að fara héðan svona um svipað leyti og litli prinsinn hefur svalað grenjuþörf næturinnar, alla vega ef hann hefur sama stíl og síðustu nótt ... Ég, segi nú bara: Bon voyage !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)