JEL - Hausmynd

JEL

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Eggert Aron J Levy

 Skírt var á Fífuvöllum í dag.  Eggert Aron heitir kappinn og er hann fimmti Íslendingurinn sem ber þessa tvennu.
 Öfugt við aðdraganda fyrstu andardráttanna var þetta frekar erfið fæðing.  Þegar ég náði í kökuna í morgun kom í ljós að eini gaurinn sem fékk að vita nafnið fyrirfram hafði ekki áhuga að gera sér mat úr upplýsingunum.  Ómerkt kaka og bakarinn farinn heim að sofa.  Þetta bjargaðast þó allt saman, með því að tala smá íslensku við afgreiðslustelpurnar.  Svo var stemming líka þegar heim var komið.  Það rifjaðist upp fyrir okkur að sr. Pálmi hafði ekki enn hringt og staðfest komu sína, þannig að við hringdum í hann og kom þó ljós að þetta hafði líka lent í skipulaginu og hann ekkert á leiðinni.  Pálmi er nú orðheppinn maður og hann sagði í símann við mig:  "Guði sé lof fyrir að þú hringdir".  Þetta er skemmtilegur frasi og magnað að fá þetta svona beint í æð...  Annars talaði Siggi bróðir um að Pálmi og pizza væru alls ekki svo ólíkt system; sameiningartáknið er sími, maður hringir og pantar, afgreitt innan 20 mínútna og bæði búin korteri síðar.
 En þetta hafðist allt saman og drengurinn var skírður fyrir hádegi eins og áætlað var.  Stuttu síðar voru allir orðnir svangir, en bara einn sem grenjaði yfir því og þar af leiðandi bara einn sem fékk eitthvað almennilegt í munninn.  Hinir þurftu að bíða aðeins lengur og fengur fyrir vikið meira advanced fóður; humarsúpu, snittur og brauðmeti.  Ossa fínt.  Þá voru kaffi og kökur síðar til holufyllingar. 
 Ég verð nú að kalla þeta schnilld að skíra heima og svona snemma dags.  System sem er að gera sig, greinilega.

Myndir


af þrifnaði og öðru ...

Bara nokkrar myndir af JRJL að leika sér og svo líka með ?JL í baði.

Myndir


Jóhanna skírari [drengurinn nefndur]

Nýjasti meðlimurinn hefur fram til þessa verið kallaður "litli brór" af sér eldra og reyndara smáfólki.  Nú er hins vegar búið að finna nafn á snáðann, en áherslan var á að nafnið skyldi vera lýsandi og kjarnyrt.  Hann er núna betur þekktur sem "ælusnáðinn"!  Foreldrarnir hafa tæpa viku til koma með eitthvað betra, en kauði verður skírður fyrir hádegi á laugardaginn.

Í gær var heimsóknartími og gott fólk kom langt að;  Hemmi og Freyja frá Danaveldi, en þeim fannst snáðinn lítlill og sætur.  Þá komu líka Smári, MP og Mist alla leið úr Garðabæ og þeim fannst okkar maður líka lítill.  En honum til varnar þá hefur vöxtur hans í % verið gríðarlegur undanfarið og nánast allt hans líf.  Mjög gaman að fá allt þetta fólk í heimsókn til okkar.

Myndir

Fyrir þá sem ekki vita þá er það heitasta í dag skíði & nudd - og helst í Japan.  Must see:
En falin myndavél frá Japan þar sem koma fyrir skíjó og massagí er gersemi og algjör Schniiild.


Jóhanna komin heim í suddan

Jóhanna kom heim úr norðrinu í gær.  Í dag fengum við verðrið sem átti að vera í helvíti, en ætli Siggi stormur hafi ekki verið að steikja í veðurguðunum eina ferðina enn.  Hvaða rugl er þetta annars með veðrið og dagatalið.  Land ísa er gjörsamlega ófært um þessar mundir, nú er um að gera að vera bara heima og horfa helst ekkert út um gluggana.  Enda er svo miklu betra útsýni hérna inni  ...  Junior er að lagast í húðinni af fyrsta hormónaskeiðinu, en þetta litla grey náði að standsetja svona eins og eina bólu fyrir hvert mannsauga á jarðarkringlunni.  Þetta fjarar vonandi út með fyrstu haust lægðinni....

Rólegt líf

Þetta er frekar róleg vika.  Jóhanna Rakel er í sumarfríi og til að hún fái núi ekki sólsting í glætunni sem var hérna í eitthvað korter um daginn þá "fékk" hún að fara í orlof í Skagafjörð.  En þar rigndi sem er mjög gott fyrir Jóhönnu í aðlöguninni.  Hún er þrælvön rigningu.  Reyndar var nú líka mjög gott veður líka.   En allavega, hún dvelur nú hjá afa og ömmu á króknum og þrífast allir vel.  Þar mætast foringinn af Blásteini og sérkennarinn í skemmtilegri rimmu.  Allir glaðir með það.  Jóhannes litli er hins vegar við sama heygarðshornið.  Hann virðist vera í góðu jafnvægi, allavega ef marka má magn inn og magn út.  Standard equilibrium.  Rauðhærða tröllskessan sem var hér í líki ljósmóður og vildi helst koma á nóttunni, en sætti sig við síðkvöld er hætt að koma.  Það er frétt í sjálfu sér.

Myndir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband