JEL - Hausmynd

JEL

Á gömlum degi ...

Ég var búin að henda hér inn gríðarmiklu jólabloggi um daginn, en það komst ekki alla leið því ég með klaufagangi missti það frá mér.  Náttúrulega rugla að skrifa beint í blog kassann, rak mig í enter eða eitthvað og textinn gufaði upp… Óþolandi.
Allavega í stuttu máli þá snérist færslan mest um það að við áttum hér meira gleðilegt gubb en gleðileg jól.  JR fékk einhvern skít í sig á aðfangadagsmorgun og vökvaði fótlegg Hilmars afa síns allhressilega í borðstofunni um morguninn.  Þá kom möndlugrauturinn í hádeginu með tilheyrandi listarleysi JR, en amma
Unnur náði möndlunni og fékk að launum súkkulaði-eitthvað og það sem er meira um vert þá gætti JR jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og gusaði yfir ömmu sína líka.  2-0.  Núna þurfti JEL bara að ajaxa stólana, veggina, innréttinguna og gólfið í eldhúsinu.  Þá var hafist handa við humarsúpuna og JR var nú orðin miklu hressari og sá sjónvarpsefni á meðan við elhúsuðum.  Einhvern tíma í milli tíðinni kom Eggert með sitt staðlaða og vænta gubb líka.  Ilmurinn í eldhúsinu fór skánandi eftir því sem vænta mátti af starfi manna þar, en skyndilega varð hann allt annað en lokkandi þar sem frumburðurinn hafði nú skreytt sófasettið í anda dagsins, 3-0.  Hún sofnaði nú fljótlega eftir síðustu hreingerningu dagsins og vaknaði aftur í humar/ajax súpunni en tók þó vatn og brauð fram yfir hana, enda kristilega uppalinn.  Allir voru þó við hestaheilsu í aðal- og eftirrétti.  Og þegar kom að því að skoða í pakkana var ekki að sjá að neinn hefði verið slappur fyrr um daginn, enda jólin loksins orðin gleðileg en ekki ógleði leg…

Framundan er að finna sér eitthvað að éta og glápa svo á skaupið.
Gleðilegt ár !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband