JEL - Hausmynd

JEL

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Sofandi fyrirsæta

Lífið snýst mest um að sofa, sjúga og skíta.  Frekar einfalt system.

 Myndir


Ömmur á ferð og flugi

  Í kvöld kom ljósmóðirin við, hún var á rúntinum um hverfið okkar og nýkomin úr heimsókn frá jafngömlu "litlu barni".  Jóhanna beitir ennþá harðri Saddam-taktík á allt stráka tal, en hefur fallist á að drengurinn heiti "litli bróður minn" eða bara "stelpa".  Annars eiga nú vinkonur hennar á leikskólanum líka litla bræður, þannig að stráksi á enn veika von um viðurkenningu þó síðar verði.  Vonum hans vegna að hann þurfi ekki að bíða eins lengi og hommarnir eftir viðurkenningu "stóra bróður".  
  Svo voru ömmurnar á ferðinni áðan, það var aðdáunarvert.  Reyndar ætti amma Inga að fá bjartsýnisverðlaun fyrir að ætla að kasta sér á beddanum fyrir flug frá KEF í morgunsárið.  Mér skilst að hún þurfi að fara héðan svona um svipað leyti og litli prinsinn hefur svalað grenjuþörf næturinnar, alla vega ef hann hefur sama stíl og síðustu nótt ...  Ég, segi nú bara:  Bon voyage ! 

Myndir


Hlé á HM

Nú hefur verið gert nokkura daga hlé á HM knattspyrnu á meðan Jonni setur soninn inn í þennan skemmtilega leik.  Við feðgar verðum tilbúnir í slaginn á föstudag, en þá má keppni hefjast á ný.


Jóhanna Rakel í heimsókn hjá bróður sínum og foreldrum

Jóhanna er mjög góð við litla barnið, enda er hann ekkert annað í hennar augum.  Hún má til dæmis ekki heyra á það minnst að þetta sé strákur, hvað þá að hann sé bróðir hennar.  JR er þó mjög ánægð með "litla barnið" og finnst gaman að skoða hann og klappa honum.  Eftir að hennar fyrstu skoðun lauk þá hló hún mikið af því að "hún" er með rúsínuputta!  JR tók einnig eftir því að hann var með mat í hárinu, sem var líka fyndið. 

Myndir.


Myndir af Mr. Mini Me

Er svolítið að prufukeyra þetta vef system allt saman.  Ýmislegt í boði sumt sniðugt fyrir mydnir og annað fyrir texta.  Hérna þarf t.d. að setja inn eina mynd í einu, því hefur verið brugðið á það ráð að hafa myndirnar annars staðar. 

Hérna eru myndir úr Hreiðrinu.


Fæðingardagurinn

26.06.06

 Harpa missti vatnið kl 05.00 að morgni 26. júní 2006. Vorum að dúlla okkur heima við til rúmlega 10, þá höfðu verið samdrættir með reglulegu millibili síðan 06.00. Við skoðun sem lauk uppúr kl 11.00 var bara 3-4 í útvíkkun og langt í land að sögn sérfræðinga. Við vorum því sett inn í fæðingarherbergi og sagt að bíða þar. Fréttum að við ættum að vera þarna a.m.k. út vaktina (búin 16.00). En okkar maður var nú ekki til í svoleiðis. Enda allt komið á fulla ferð eftir skoðunina. Klukkan 12.25 hringdi Jonni bjöllunni og við spurðum hvort ekki væri hægt að fá smá aðstoð, enda verkir ekki lengur með millibili heldur stöðugir og rembingsþörf að geravart við sig og ég veit ekki hvað og hvað. Alla vega aðstoð barst, sænginni kippt undan frúnni og einhverju sterílu fæðingarkitti smellt á kantinn. Svo er bara að drífa sig úr brókunum og kíkja á stöðuna; útvíkkun lokið og okkar maður farinn að trana sér fram all verulega. Það sást aðeins í kollinn, svo kom nokkuð stórhluti í ljós og hið þriðja sinni kom höfuðið allt og búkurinn allur í kjölfarið. Takk fyrir kærlega, klukkan 12.43. Einfalt, fljótlegt og ég segi nú ekki gott en þarna var hann mættur í allri sinn dýrð. Honum fannst strax sniðugt að grenja svolítið og sína að hann kynni það. Síðan hefur hann verið voða rólegur og fínn. Allir komnir heim sólarhring síðar.

í tölum:
3505 grömm
52 sm langur
36 sm höfuðmál


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband