27.6.2006
Fæðingardagurinn
26.06.06
Harpa missti vatnið kl 05.00 að morgni 26. júní 2006. Vorum að dúlla okkur heima við til rúmlega 10, þá höfðu verið samdrættir með reglulegu millibili síðan 06.00. Við skoðun sem lauk uppúr kl 11.00 var bara 3-4 í útvíkkun og langt í land að sögn sérfræðinga. Við vorum því sett inn í fæðingarherbergi og sagt að bíða þar. Fréttum að við ættum að vera þarna a.m.k. út vaktina (búin 16.00). En okkar maður var nú ekki til í svoleiðis. Enda allt komið á fulla ferð eftir skoðunina. Klukkan 12.25 hringdi Jonni bjöllunni og við spurðum hvort ekki væri hægt að fá smá aðstoð, enda verkir ekki lengur með millibili heldur stöðugir og rembingsþörf að geravart við sig og ég veit ekki hvað og hvað. Alla vega aðstoð barst, sænginni kippt undan frúnni og einhverju sterílu fæðingarkitti smellt á kantinn. Svo er bara að drífa sig úr brókunum og kíkja á stöðuna; útvíkkun lokið og okkar maður farinn að trana sér fram all verulega. Það sást aðeins í kollinn, svo kom nokkuð stórhluti í ljós og hið þriðja sinni kom höfuðið allt og búkurinn allur í kjölfarið. Takk fyrir kærlega, klukkan 12.43. Einfalt, fljótlegt og ég segi nú ekki gott en þarna var hann mættur í allri sinn dýrð. Honum fannst strax sniðugt að grenja svolítið og sína að hann kynni það. Síðan hefur hann verið voða rólegur og fínn. Allir komnir heim sólarhring síðar.
í tölum:
3505 grömm
52 sm langur
36 sm höfuðmál
Athugasemdir
Amman á Króknum hefur heldur betur legið yfir myndunum af þessum nýja prinsi. Niðurstaða: Hann er bráðmyndarlegur og gullfallegur! Amman hlakkar ekkert smá til að hitta höfðingjann í eigin persónu, - og stóru systur hans - að ekki sé nú minnst á hve gaman verður að knúsa foreldrana af þessu tilefni. Sjáumsat á morgun!
Amma (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 14:49
Hann er flottur litli karlinn, enda ekki við öðru að búast. Takk fyrir að senda mér slóðina Jonni minn, þykir gaman og gagnlegt að fá að fylgast með tilkomu nýrra fjölskyldumeðlima. Hlakka til að fá aðeins að kjá framan í Mini Me!! Ástarkveðjur til ykkar allra. XOXOXO Ömmusystir í Canada
Sigga MacEachern (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.