Jóhanna er mjög góð við litla barnið, enda er hann ekkert annað í hennar augum. Hún má til dæmis ekki heyra á það minnst að þetta sé strákur, hvað þá að hann sé bróðir hennar. JR er þó mjög ánægð með "litla barnið" og finnst gaman að skoða hann og klappa honum. Eftir að hennar fyrstu skoðun lauk þá hló hún mikið af því að "hún" er með rúsínuputta! JR tók einnig eftir því að hann var með mat í hárinu, sem var líka fyndið.
Athugasemdir
Til hamingju með prinsinn elsku Harpa, Jonni og Jóhanna Rakel. Harpa mín þú ert alltaf jafn nákvæm með þetta, ekkert að láta bíða eftir börnunum bara drífa þetta af á réttum tíma!!
Kveðja frá Notts, Elma Rún
Elma Rún (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 18:01
Til hamingju með litla drenginn. Af myndunum virðist hann vera afar sprækur. Ég hlakka til að hitta ykkur öll í sumar og sjá litla gaurinn í eigin persónu.
Kveðja frá Köben,
Óskar
Óskar Ágústsson (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 06:29
Til lukku með nýjasta nýtt, þau taka sig afskaplega vel út saman systkynin. Kærar kveðjur til fjölskyldunnar á Fífuvöllum frá Uppáhaldsfrænda, Unni og Baby-Tunns
Uppáhaldsfrændi (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.