JEL - Hausmynd

JEL

Ömmur á ferð og flugi

  Í kvöld kom ljósmóðirin við, hún var á rúntinum um hverfið okkar og nýkomin úr heimsókn frá jafngömlu "litlu barni".  Jóhanna beitir ennþá harðri Saddam-taktík á allt stráka tal, en hefur fallist á að drengurinn heiti "litli bróður minn" eða bara "stelpa".  Annars eiga nú vinkonur hennar á leikskólanum líka litla bræður, þannig að stráksi á enn veika von um viðurkenningu þó síðar verði.  Vonum hans vegna að hann þurfi ekki að bíða eins lengi og hommarnir eftir viðurkenningu "stóra bróður".  
  Svo voru ömmurnar á ferðinni áðan, það var aðdáunarvert.  Reyndar ætti amma Inga að fá bjartsýnisverðlaun fyrir að ætla að kasta sér á beddanum fyrir flug frá KEF í morgunsárið.  Mér skilst að hún þurfi að fara héðan svona um svipað leyti og litli prinsinn hefur svalað grenjuþörf næturinnar, alla vega ef hann hefur sama stíl og síðustu nótt ...  Ég, segi nú bara:  Bon voyage ! 

Myndir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband