12.7.2006
Rólegt líf
Þetta er frekar róleg vika. Jóhanna Rakel er í sumarfríi og til að hún fái núi ekki sólsting í glætunni sem var hérna í eitthvað korter um daginn þá "fékk" hún að fara í orlof í Skagafjörð. En þar rigndi sem er mjög gott fyrir Jóhönnu í aðlöguninni. Hún er þrælvön rigningu. Reyndar var nú líka mjög gott veður líka. En allavega, hún dvelur nú hjá afa og ömmu á króknum og þrífast allir vel. Þar mætast foringinn af Blásteini og sérkennarinn í skemmtilegri rimmu. Allir glaðir með það. Jóhannes litli er hins vegar við sama heygarðshornið. Hann virðist vera í góðu jafnvægi, allavega ef marka má magn inn og magn út. Standard equilibrium. Rauðhærða tröllskessan sem var hér í líki ljósmóður og vildi helst koma á nóttunni, en sætti sig við síðkvöld er hætt að koma. Það er frétt í sjálfu sér.
Athugasemdir
Halló Fífuveelir. Flottar myndir og skemmtilegur texti. Bestu kveðjur úr Austurbrúninni.
María Norðdahl (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 23:18
Góða kvöldið enn og aftur. Erum að gera ýmsar tilraunir með blogið. Eggert og Maja.
Eggert J Levy og María Norðdahl, 15.7.2006 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.