JEL - Hausmynd

JEL

Jóhanna komin heim í suddan

Jóhanna kom heim úr norðrinu í gær.  Í dag fengum við verðrið sem átti að vera í helvíti, en ætli Siggi stormur hafi ekki verið að steikja í veðurguðunum eina ferðina enn.  Hvaða rugl er þetta annars með veðrið og dagatalið.  Land ísa er gjörsamlega ófært um þessar mundir, nú er um að gera að vera bara heima og horfa helst ekkert út um gluggana.  Enda er svo miklu betra útsýni hérna inni  ...  Junior er að lagast í húðinni af fyrsta hormónaskeiðinu, en þetta litla grey náði að standsetja svona eins og eina bólu fyrir hvert mannsauga á jarðarkringlunni.  Þetta fjarar vonandi út með fyrstu haust lægðinni....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

Þessa dagana rignir mikið, menn daprir og fólk flýr í sólina til útlanda. Í því tilefni mætti segja:

Þjóðin huggin, þvílegt regn,

þó mun eflaust hlýna.

Það er huggun harmi gegn,

horfa' á skuggann dvína.

Kveðjur

EL.

Eggert J Levy og María Norðdahl, 16.7.2006 kl. 11:49

2 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

Ein ásláttarvilla.

Rétt skal vera rétt.

Þjóðin huggin, þvílíkt regn,

þó mun ugglaust hlýna.

Það er huggun harmi gegn

að horfa' á skuggann dvína. EL.

Eggert J Levy og María Norðdahl, 16.7.2006 kl. 11:54

3 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

Ein ásláttarvilla.

Rétt skal vera rétt.

Þjóðin huggin, þvílíkt regn,

þó mun ugglaust hlýna.

Það er huggun harmi gegn

að horfa' á skuggann dvína. EL.

Eggert J Levy og María Norðdahl, 16.7.2006 kl. 11:54

4 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

Sæl öll. Já ég tel einnig að haustlægðir almennt séð sé mjög góðar við hormónamálum ýmiskonar. Sjáumst í kvöld.

maja

Eggert J Levy og María Norðdahl, 20.7.2006 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband