29.7.2006
Eggert Aron J Levy
Skírt var á Fífuvöllum í dag. Eggert Aron heitir kappinn og er hann fimmti Íslendingurinn sem ber þessa tvennu.
Öfugt við aðdraganda fyrstu andardráttanna var þetta frekar erfið fæðing. Þegar ég náði í kökuna í morgun kom í ljós að eini gaurinn sem fékk að vita nafnið fyrirfram hafði ekki áhuga að gera sér mat úr upplýsingunum. Ómerkt kaka og bakarinn farinn heim að sofa. Þetta bjargaðast þó allt saman, með því að tala smá íslensku við afgreiðslustelpurnar. Svo var stemming líka þegar heim var komið. Það rifjaðist upp fyrir okkur að sr. Pálmi hafði ekki enn hringt og staðfest komu sína, þannig að við hringdum í hann og kom þó ljós að þetta hafði líka lent í skipulaginu og hann ekkert á leiðinni. Pálmi er nú orðheppinn maður og hann sagði í símann við mig: "Guði sé lof fyrir að þú hringdir". Þetta er skemmtilegur frasi og magnað að fá þetta svona beint í æð... Annars talaði Siggi bróðir um að Pálmi og pizza væru alls ekki svo ólíkt system; sameiningartáknið er sími, maður hringir og pantar, afgreitt innan 20 mínútna og bæði búin korteri síðar.
En þetta hafðist allt saman og drengurinn var skírður fyrir hádegi eins og áætlað var. Stuttu síðar voru allir orðnir svangir, en bara einn sem grenjaði yfir því og þar af leiðandi bara einn sem fékk eitthvað almennilegt í munninn. Hinir þurftu að bíða aðeins lengur og fengur fyrir vikið meira advanced fóður; humarsúpu, snittur og brauðmeti. Ossa fínt. Þá voru kaffi og kökur síðar til holufyllingar.
Ég verð nú að kalla þeta schnilld að skíra heima og svona snemma dags. System sem er að gera sig, greinilega.
Athugasemdir
Eggert Aron! Gott nafn og til hamingju með það. Flottur lítill karl og líkur báðum sínum foreldrum. Tekur sig líka vel út í ættarklæðnaðinum. Þótti leitt að missa af öllu namminu sem var á borðstólum, (og skírninni) Til hamingju öll fjögur. Frænkufaðmar úr vesturvegi.
Sigga frænka (IP-tala skráð) 30.7.2006 kl. 02:49
Skemmtileg frásögn frá skírnardeginum. Já Pámli getur komið fyrir sig orði. Eftir skírnina var hann mikið að flýta sér og hafði á orði að veislugestir sætu í súpunni og því best að hraða sér. Þannig var nú það. el
Eggert J Levy og María Norðdahl, 30.7.2006 kl. 20:33
Hérna situr maður í 5832 km fjarlægð frá Hafnarfirðinum en er að sjálfsögðu með ykkur í anda á degi sem þessum þó maður viðhafi ekki íslensku við afreiðslustelpurnar í miklu mæli.
Frábært að fá myndir (alltaf sama glottið á Sigurði), ég held að sá stutti sé nú bara líkastur sjálfum sér.
Eggert Aron er nafn sem á eftir að venjast vel - hef ég trú á. Ég hlakka til að sjá Eggert Junior og ykkur öll í september.
Atli (IP-tala skráð) 31.7.2006 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.