Þetta hefur verið geysilega erfið helgi, hún er sem betur fer búin. Fyrir því eru ýmsar ástæður en fyrst ber að telja almennt svefnleysi, engin dagblöð, ekkert sjónvarp, búið að æla yfir mann allan (oft), fengið á sig kúk og piss, búið að brjóta gleraugun mín og bjórinn búinn. Þetta fékk ég allt saman án þess að greiða nokkurn aðgangseyri, en því frátöldu og ef samlokan með osti sem ég fékk mér í gærkvöldi hefði kostað 1500 kall, hefði þetta verið alveg eins og á Þjóðhátið. Ég legg til að þessi helgi verði lögð niður eða bönnuð. Þvílíkt bull
Athugasemdir
Ég verð nú bara að segja að ég samgleðst ykkur með að hafa sloppið við að borga aðgangseyri að þessari verslunarmannahelgarinnihátíð! Ljóst að hjá ykkur hefur ekkert vantað upp á réttu stemminguna. Svo er greinilega líka í plús að sleppa við ferðakostnað.
Mér finnst reyndar að verulegur skortur sé á myndum af þátttakendum í þessari hátíð á Fífuvöllum með annars ágætu bloggi. Húmorinn lýsir talsvert upp þokusuddann hérna norðan heiða en mig langar líka að sjá fleiri myndir!
Bestu kveðjur í kotið til ykkar, elskurnar mínar.
Mamma - Inga amma (IP-tala skráð) 9.8.2006 kl. 01:08
Það er bara svona, maður fær þessa fínu weblog-færslu en samt er heimtað eftir meiru :)
Atli (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.