JEL - Hausmynd

JEL

Sýnishorn af vetri

Snjókorn féllu í nótt.  Þegar við vöknuðum í morgun voru allar rúður hrímaðar og hvít snjóslykja yfir nánasta umhverfi og líklega rúmlega það.  Mjög kuldalegt um að litast og fréttir bárust af illviðri,  ófærð á höfuðborgarsvæðinu og útköllum björgunarsveita  Jonni og Jóhanna Rakel klæddu sig upp í sitt hlýjasta púss og örkuðu út í veðurhaminn, sem var nú reyndar gengin niður.  Við ætluðum aldeilis að vesenast á snjóþotunni í öllum snjónum sem hafði kyngt niður.  Fyrir utan nokkra smá skafla hér og hvar, var göngustígurinn auður inn á milli.  Þannig að fréttir af ófærð voru sannar af smábílum á sumardekkjum, en að öðru leyti ýktar.  Til dæmis eru allar helstu götur orðnar auðar aftur núna yndir kveld. Svo minni ég á glæsilegt myndskeið af ungunum okkar hér á síðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: abelinn

Þið þurfið að setja þetta myndband inn á youtube. Fólk er búið að hljóta heimsfrægt fyrir svona lagað eins og þið hafið líklega séð í fréttum..

abelinn, 20.11.2006 kl. 08:08

2 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

Já myndskeiðið er eflaust gríðargott og glæsilegt, en því miður virkar það alls ekki hjá okkur.  Kveðjur

Eggert J Levy og María Norðdahl, 20.11.2006 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband