Jóhanna var í fríi frá leikskólanum í dag. Hún kvartaði yfir magaverk í nótt og búin að vera í dag áfram kvartandi í dag. Listinn hefur þó heldur lengst frekar en hitt, illt í fótunum og höndunum þ.e.a.s. "inn í þeim". Þá erum við lika að tala um hita, beinverki og kláða útum allt. Sjúkdómsgreiningin er hlaupabóla, enda spretta rauðar bólur upp eins og gorkúlur útum allt á Jóhönnu þessa stundina. Ég verð nú að segja það að mér er mikill léttir að svona skyldi vera komið fyrir dóttir minni. Ekki svo að skilja að ég sé haldin einhverjum ranghumyndum um hvað sé gott fyrir hana og hvað ekki. Heldur að þetta ástand skýrir mjög svo annarlega hegðun hennar í gær, en þá var aðalmálið að klóra sér duglega í þjóhnöppunum undir því yfirskyni að hún væri að kitla sig !!! Þetta er sem sagt viss léttir, þó skrýtið sé. Af Eggert er það að frétta að 98,9% líkur eru á að hann fái svipaða útreið og Jóhanna, en smitleiðir eru hér margar og skilyrði góð... Litla sálin er hér dæmd og í ofanálag er móðir hans farin að troða graut í andlit hans í kjölfar okkar matartíma. Hann hefur alla mína samúð.
Það eru ekki alltaf jólin í þessu, þó senn komi þau.
Athugasemdir
æ,æ vonandi batnar þér Jóhanna mín - fljótt og vel!
abelinn, 21.11.2006 kl. 20:47
æ,æ líka úr Austurbrún Jóhanna mín - en mamm kann kannski einhver ráð til að minnka kláða og önnur óþægindi. Skyldi Eggert jr tilheyra 1,1%unum?speennandi að fylgjast með því
Eggert J Levy og María Norðdahl, 22.11.2006 kl. 14:43
........ og takk fyrir síðast
Eggert J Levy og María Norðdahl, 22.11.2006 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.