23.11.2006
Einn gamall, annar sjúkur.
Þetta var nú nokkuð skrýtinn dagur í ýmsu tilliti. Húsbóndinn var kallaður heim úr vinnu til að hafa hemil á sjúku barni sínu. Á sama tíma var litli prinsinn færður til skoðunar vegna aldurs. Í ljós kom að maðurinn er nú þegar orðinn töluvert yfir meðallagi, bæði hvað varðar stærð [7760 gr & 67,5 sm] og frekjutilburði. Eftirlitsaðilinn sá meira segja ástæðu til að sprauta manninn niður. Tilburðirnir beinast allir að sama markmiðinu, þ.e. að ná stjórn á öðrum vistmönnum fífuvalla og gjörðum þeirra, ásamt því að innleiða einhvers konar ''sleeping disorder'' á býlinu. Ég held að öll þessi armæða og ranghugmyndir sem komu fram í kringum prófkjörin á skerinu hafi verið triggerinn hjá honum. En það breytir ekki því að það er virkilega gaman þegar maður fær óyggjandi vitnisburð um að uppeldið sé á réttri leið. Markmiðið er að logga fullburða frekjulurt inn á leikskóla fyrr en varir, enda flýgur tíminn óðfluga eins og óð fluga. Jóhanna er hins vegar mjög hress miðað við útlit.
JEL
Athugasemdir
Frekjutilburðir voru nú kallaðir andlegt atgerfi í minni sveit forðum daga. Kv. Maja.
Eggert J Levy og María Norðdahl, 24.11.2006 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.