JEL - Hausmynd

JEL

Sofðu unga ástin mín ...

  Þokkalega skynsamt fólk er fljótt að læra einfalda leiki og finna leiðir til árangurs.  Eggert vinur minn hefur t.d. um nokkurt skeið vitað að með því að grenja svolítið og bera sig aumlega á háttatíma er hægt að fá annað foreldrið til að hanga yfir sér fullt vorkunnar (og climaxið að fá móðurbrjóstið, auðvitað). 
  Þar til í gær.  Þá var skemmtilegur leikur settur upp,  svona án múðurs-og-drullastu-til-að-sofna-system, afbrigði af super nanny.  Þetta fór í nokkrar lotur án þess að brjóst kæmu við sögu (hvorki berbrjósta spjaldastelpur milli lotna, né námunda leikmönnum á leiktíma).  Góð ráð dýr og allt það dæmi, en það var þrjóskan sem loksins skilaði sér og drengurinn sofnaði fyrir rest, þrátt fyrir brjóstaleysið.  Hugsið ykkur meðferðina!
  Dagur II, annar háttatími.  Let's get ready to rumble.  Nema hvað, gaurinn sofnaði bara í miðri fyrstu lotu?  Er þetta nú ekki einum og gott til að vera satt?

JEL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

Drengurinn er greinilega skír, en hvaðan er þrjóskan komin?  Annars kallast þetta nú til dags að vera ákveðinn.

Eggert J Levy og María Norðdahl, 24.11.2006 kl. 23:43

2 Smámynd: abelinn

Glætan að kauði sé búinn að leggja árar í bát! Ég tippa á að þetta sé lognið á undan storminum, væni!

abelinn, 25.11.2006 kl. 12:59

3 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

Ekki gefast upp .... mn

Eggert J Levy og María Norðdahl, 27.11.2006 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband