... fjórar litlar, fimm litlar, sex litlar bólur
sjö litlar, átta litlar, níu litlar, tíu litlar bólur.
Og það sinnum 2 og þá erum við kominn með bólufjöldan í smettinu á syni mínum. Svo er hann með ýmsar stíflur (erum hvorki að tala um ritstíflur né kárahnjúka), þær eru þó ekki í frárennslis-göngunum heldur meira í kringum aðveitukerfið. Þetta býður upp á ýmis tilhlýðileg hljóð eða jafnvel hljóðmerki sem brjóta sér leið í gegnum þrútið aðveitukerfið í skjóli nætur. Þetta er auðvitað mjög upplífgandi og gefur lífinu eitthvað auka gildi (sem ég reyndar er ekki alveg búin að fatta).
En það sem ég vildi sagt hafa er að Eggert Aron er sem sagt búin að fá arf í fyrsta skipti. Hann erfði auðvitað hlaupabóluna af Jóhönnu Rakel. JR er byrjuð á nýju deildinni á leikskólanum, og gekk það ótrúlega vel eins og aðrar breytingar sem hún þarf að ganga í gegnum. Fleira var það ekki.
JEL
Athugasemdir
hæ hæ.. hef reglulega kíkt á síðuna ykkar og alltaf komið upp Eggert Aron skírður færslan. Ég hélt að þið væruð því jafn dugleg og ég að blogga en svo var ég að fatta að það eru nýrri færslur hérna til hliðar og ég var að lesa þær... Alltaf gaman að lesa gullkorn frá vinum sínum!! Kíki því oftar í heimsókn hérna amk:-/ kær kveðja Inga.
inga (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 12:26
Það er gaman að því. En til ábendingar til að fá nýjasta efnið, þá er gott að fara í Internet options - Temporary Internet Files - og líklega settings og haka við í
> Every time I visit the webpage
undir Check for newer versions of stored pages:
Nú eða velja refresh í hvert skipti sem svona síður eru skoðaðar ...
JEL, 8.12.2006 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.