JEL - Hausmynd

JEL

(Tann)álfar og tröll

Eggert Aron og Jóhanna Rakel Nú er maður á vaktinni fyrir Jóhönnu, enda von á Stekkjastaur í nótt.  Brjáluð eftirvænting í gangi, enda hitti hún Gluggagægji um helgina í Heiðmörkinni með ömmu Unni.  Þar voru líka tröllastrákar (annar hét Grámann Rauðsokkuson, kallaður sokkasleikir af JR, og hinn var ónefndur.), sem engin vissi almennilega hvað voru að gera þarna.  Líklega bara að sjá til þess að jólasveininn drullaði sér heim aftur, enda var hann að stelast að heimann.  Allavega Jóhanna fékk nammigott og varð hrædd við tröllastrákana, allir glaðir samt.  Engir voru álfarnir í þessu boði, en á sama tíma var EA að leggja sín fyrstu drög að tannálfabúgarði heima í héraði.  Snáðinn er búin að rækta með sér tönn sem er orðin áþreifanleg í neðri góm.  Ekki veitir honum af að hafa þennan millimeter í öllu hátíðartottinu sem framundan er ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

TIl hamingju tannbúskapinn Eggert Aron, alltaf gott að geta bitið almennilega frá sér! Ja - jólasveinarnir geta verið varhugaverðir enda er hlutverk þeirra samkvæmt þjóðtrú ekki að gefa heldur að hrella, svíkja, plat, pretta og hnupla. En eftir að hinn ameríski jólasvinn gekk til liðs við Cóka Cóla hefur þetta heldur betur breyst og vonandi að hann sé á sveimi í Hafnarfirði enda töluvert gjafmildari en sá íslenski.mn  

Eggert J Levy og María Norðdahl, 16.12.2006 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband