17.12.2006
B-menn með nýtt logo í afmælinu
Þetta er auðvitað snilldarmynd sem ég fékk "lánaða" frá 365. En þarna er aðal b-fólkið að leita að kökunni sem var keypt fyrir stórafmæli flokksins. Hún er auðvitað pínlega lítil fyrir stórafmæli, en í miklu samræmi við fylgi flokksins og hefði varla verið nothæf í meðal skírnarveislu í norðvesturkjördæmi... Svo er vatn með í boði hússins... Þá er gerð tilraun til að flikka uppá flokkin með nýju logoi, allt er nú reynt í þessum bransa. Maður hefði haldið að svona lagað væri eitt það síðasta sem gert er til að eig(n)a sér, tja eigum við að segja framhaldslíf ?
En logoið er töff og lýsandi, en þar renna maður og B saman í eitt.
Framsóknarflokkurinn 90 ára í dag; fylgið sjaldan minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
haha...
Pilsnerfylgi framsóknarmanna býður upp á þessa líka tertu!!
abelinn, 19.12.2006 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.