JEL - Hausmynd

JEL

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Notum góðærið, hækkum álögur á áfengi !

Halló!  Hvað er að?  Nú þegar flestir (og allir skynsamir) menn eru sammála því að við ættum frekar að leita leiða til að lækka áfengisverð [a.m.k. á léttum vínum og bjór] og helst koma hluta af vöruvalinu í almennar verslanir, þá eru þessi fáránlegu óform uppi.  Er búið að ákveða þessa þvælu, eða er þetta ennþá á augljósu (rang)hugmyndastigi?  Þegar stórt er spurt?

JEL


mbl.is Tekjur ríkisins af áfengissölu gætu aukist um milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snemmbúin jólamatur ?

Hvað er í gangi hérna.  Er þetta í alvörunni?
Spurning um að hafa eitthvað annað en
svínakjöt um jólinn ...
mbl.is Svín réðust á indverskan dreng og átu hann lifandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppfærsla á leikskóla fyrsta í aðventu

  Um nýliðna helgi var Jóhannes Helgi ræstur til skreytinga.  Seríudagur.  Frúin hafði látið telja sér trú um að það væru síðustu forvöð, enda fyrsti í aðventu (fo#%$#& afgreiðslumaður í einni sjoppunni hafði tjáð henni þetta) .  Reyndar er fyrsti í aðventu nk. sunnudag eins og allir vita, en ég þurfti nú samt sem áður að festa upp seríur, hringi og hjörtu til að vera þóknanlegur þann daginn.
  Nú styttist í að Jóhanna Rakel verði færð upp á aðra deild, vegna gríðarlegs þroska og getu miðað við aldur.  Fer af Blásteini yfir á Glaðheima einhvern tíma í desember ásamt einni vinkonu sinni.  Þær eru í aðlögun og svona núna um þessar mundir.

JEL


Sofðu unga ástin mín ...

  Þokkalega skynsamt fólk er fljótt að læra einfalda leiki og finna leiðir til árangurs.  Eggert vinur minn hefur t.d. um nokkurt skeið vitað að með því að grenja svolítið og bera sig aumlega á háttatíma er hægt að fá annað foreldrið til að hanga yfir sér fullt vorkunnar (og climaxið að fá móðurbrjóstið, auðvitað). 
  Þar til í gær.  Þá var skemmtilegur leikur settur upp,  svona án múðurs-og-drullastu-til-að-sofna-system, afbrigði af super nanny.  Þetta fór í nokkrar lotur án þess að brjóst kæmu við sögu (hvorki berbrjósta spjaldastelpur milli lotna, né námunda leikmönnum á leiktíma).  Góð ráð dýr og allt það dæmi, en það var þrjóskan sem loksins skilaði sér og drengurinn sofnaði fyrir rest, þrátt fyrir brjóstaleysið.  Hugsið ykkur meðferðina!
  Dagur II, annar háttatími.  Let's get ready to rumble.  Nema hvað, gaurinn sofnaði bara í miðri fyrstu lotu?  Er þetta nú ekki einum og gott til að vera satt?

JEL


Jón landeigandi og aumingi fer á kostum

Þetta var í fréttum stöðvar 2 í kvöld, hvergi annars staðar
í heiminum hefur jafn einfalt stöðumat áður komið fram ...

JEL


Einn gamall, annar sjúkur.

  Þetta var nú nokkuð skrýtinn dagur í ýmsu tilliti.  Húsbóndinn var kallaður heim úr vinnu til að hafa hemil á sjúku barni sínu.  Á sama tíma var litli prinsinn færður til skoðunar vegna aldurs.  Í ljós kom að maðurinn er nú þegar orðinn töluvert yfir meðallagi, bæði hvað varðar stærð [7760 gr & 67,5 sm] og frekjutilburði.  Eftirlitsaðilinn sá meira segja ástæðu til að sprauta manninn niður.  Tilburðirnir beinast allir að sama markmiðinu, þ.e. að ná stjórn á öðrum vistmönnum fífuvalla og gjörðum þeirra, ásamt því að innleiða einhvers konar ''sleeping disorder'' á býlinu.  Ég held að öll þessi armæða og ranghugmyndir sem komu fram í kringum prófkjörin á skerinu hafi verið triggerinn hjá honum.  En það breytir ekki því að það er virkilega gaman þegar maður fær óyggjandi vitnisburð um að uppeldið sé á réttri leið.  Markmiðið er að logga fullburða frekjulurt inn á leikskóla fyrr en varir, enda flýgur tíminn óðfluga eins og óð fluga.  Jóhanna er hins vegar mjög hress miðað við útlit.

JEL


Ný bóla eða öllu heldur nýjar bólur hvarvetna

Jóhanna var í fríi frá leikskólanum í dag.  Hún kvartaði yfir magaverk í nótt og búin að vera í dag áfram kvartandi í dag.  Listinn hefur þó heldur lengst frekar en hitt, illt í fótunum og höndunum þ.e.a.s. "inn í þeim".  Þá erum við lika að tala um hita, beinverki og kláða útum allt.  Sjúkdómsgreiningin er hlaupabóla, enda spretta rauðar bólur upp eins og gorkúlur útum allt á Jóhönnu þessa stundina.  Ég verð nú að segja það að mér er mikill léttir að svona skyldi vera komið fyrir dóttir minni.  Ekki svo að skilja að ég sé haldin einhverjum ranghumyndum um hvað sé gott fyrir hana og hvað ekki.  Heldur að þetta ástand skýrir mjög svo annarlega hegðun hennar í gær, en þá var aðalmálið að klóra sér duglega í þjóhnöppunum undir því yfirskyni að hún væri að kitla sig !!!  Þetta er sem sagt viss léttir, þó skrýtið sé.  Af Eggert er það að frétta að 98,9% líkur eru á að hann fái svipaða útreið og Jóhanna, en smitleiðir eru hér margar og skilyrði góð...  Litla sálin er hér dæmd og í ofanálag er móðir hans farin að troða graut í andlit hans í kjölfar okkar matartíma.  Hann hefur alla mína samúð.
Það eru ekki alltaf jólin í þessu, þó senn komi þau.


Sýnishorn af vetri

Snjókorn féllu í nótt.  Þegar við vöknuðum í morgun voru allar rúður hrímaðar og hvít snjóslykja yfir nánasta umhverfi og líklega rúmlega það.  Mjög kuldalegt um að litast og fréttir bárust af illviðri,  ófærð á höfuðborgarsvæðinu og útköllum björgunarsveita  Jonni og Jóhanna Rakel klæddu sig upp í sitt hlýjasta púss og örkuðu út í veðurhaminn, sem var nú reyndar gengin niður.  Við ætluðum aldeilis að vesenast á snjóþotunni í öllum snjónum sem hafði kyngt niður.  Fyrir utan nokkra smá skafla hér og hvar, var göngustígurinn auður inn á milli.  Þannig að fréttir af ófærð voru sannar af smábílum á sumardekkjum, en að öðru leyti ýktar.  Til dæmis eru allar helstu götur orðnar auðar aftur núna yndir kveld. Svo minni ég á glæsilegt myndskeið af ungunum okkar hér á síðunni.


Prison Break í Reykjavík

Það er ekki nema tvennt um að ræða í þessu tilfelli.  Annað hvort er viðkomandi búin að horfa of mikið á sjónvarp á Hrauninu eða þá að kauði sé að fara taka þátt í prófkjöri um helgina ...


mbl.is Lýst eftir strokufanga í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband