Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
2.1.2007
Pósturinn og Alcan
Fyrir nokkrum árum síðan ýldaði pósturinn jólamat allnokkra Íslendinga. Þá voru gerðar geysilegar ráðstafanir til að fyrirbyggja að slíkt henti aftur og það var meira að segja settur galgopi í fjölmiðlana til að undirstrika að slíkt gæti ekki gerst aftur. En eins og fræðimenn vita (og nú þið hin...), þá getur það sem aldrei hefur gerst, alltaf gerst aftur. Svo varð og raunin, að ég held, enda virðist mér þjónusta Póstsins aldrei hafa verið úldnari. Tökum dæmi:
- Ég er ennþá að fá jólakort, sem voru stimpluð innan uppgefins jólafrests.
- Bögglasendingu (minnsta gerð af pakka) frá Blönduósi fékk ég þann 28. des sl., hún var dagsett 18.des þar nyrðra [Til hugfestingar, þá erum við að tala um ca 225 km leið, sem hægt er að fara á fjórum dögum með þokkalega hesta] Fékk þau svör að Pósturinn hefði ætlað að keyra þessu út fyrir jól og hefði m.a. sett böggulinn í útkeyrslubíl fyrir jól og ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Í hvorugt skiptið var bílinn "tæmdur" og því fór sem fór. En þeim datt nú hvorki í hug að hringja eða senda bréfdúfu til að upplýsa mig um böggulinn.
- Pósturinn sá um dreifingu á afmælisgjöf Alcan "til allra Hafnfirðinga", eins og þeir stæra sig af á vefsíðu sinni. Þessa sendingu fékk ég aldrei heimsenda. Fyrir forvitnis sakir, þá spurði ég vinnufélaga mína búsetta í Hafnarfirði um heimtur á Bo og kom þá í ljós að 67% aðspurðra (með mér) fengu engan disk. Hvort ætli sé um að kenna Alcan eða Póstinum ?
Þá þarf maður að reka glyrnurnar í heilsíðu auglýsingar / tilkynningar frá téðum Pósti um hvað honum hlakki nú mikið til að starfa með okkur aftur á þessu ári (eða fyrir næstu jól?). Takk fyrir kærlega, mætti ég þá frekar biðja um hestaferðina !!!
JEL
Bloggar | Breytt 2.2.2011 kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)