Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
8.1.2008
Allir í sund
Sund er hollt og gott fyrir alla, og nú líka fyrir ber brjóst. Svíar sniðugir, eins og alltaf.
Núna borgar sig líka að vera í starfsmannasjóð með Georgi Bjarnfreðarsyni ...
Ber brjóst leyfð í Sundsvall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2008
Ég er greindur
Ég er nú hræddur um það. Greindur með vanvirkann skjaldkirtil. Þetta skýrir að öllu leyti undarlega hegðun undanfarin ár og ýmislegt annað sem ég nenni ekki að fjalla um. Enda getur maður ekki verið að blogga daglega, þó stundum sé það raunin. Alla vega þá er hægt að lesa sig til um þetta frekar á netinu, t.d. hér eða þar. En í stuttu máli er þetta þannig að heilinn sendir TSH (boð eða hormón) til téðs kirtils sem á að framleiða tyroxin. Það viðheldur æskilegu jafnvægi ef allt er skv. bókinni. Þar sem ég er með vanvirka framleiðslustarfssemi vantar alveg þetta tyroxin, en ofgnótt er af TSH samkvæmt nýjustu mælingum. Lausnin er að taka inn eina litla pillu á dag þar til dauðinn aðskilur okkur og málið er dautt. Slík er allavega kenning doktorsins...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)