JEL - Hausmynd

JEL

Listdansskólinn í Hafnarfirði í Kastljósinu

Jóhönnu Rakel bregður fyrir í þessu skemmtilega innslagi í Kastlósinu í kvöld.  Kann reyndar ekki að niðurhala þessu myndbroti, enda er þetta allt varið í bak og fyrir og geymt í læstum hirslum Ríkissjónvarpsins.  En fann þó slóðina, vona að hún virki eitthvað áfram:
http://http.ruv.straumar.is/video.ruv.is/kastljos.2008-04-14.wmv

 


Allir í sund

Sund er hollt og gott fyrir alla, og nú líka fyrir ber brjóst.  Svíar sniðugir, eins og alltaf.
Núna borgar sig líka að vera í starfsmannasjóð með Georgi Bjarnfreðarsyni ...


mbl.is Ber brjóst leyfð í Sundsvall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er greindur

Ég er nú hræddur um það.  Greindur með vanvirkann skjaldkirtil.  Þetta skýrir að öllu leyti undarlega hegðun undanfarin ár og ýmislegt annað sem ég nenni ekki að fjalla um.  Enda getur maður ekki verið að blogga daglega, þó stundum sé það raunin.  Alla vega þá er hægt að lesa sig til um þetta frekar á netinu, t.d. hér eða þar.  En í stuttu máli er þetta þannig að heilinn sendir TSH (boð eða hormón) til téðs kirtils sem á að framleiða tyroxin.  Það viðheldur æskilegu jafnvægi ef allt er skv. bókinni.  Þar sem ég er með vanvirka framleiðslustarfssemi vantar alveg þetta tyroxin, en ofgnótt er af TSH samkvæmt nýjustu mælingum.  Lausnin er að taka inn eina litla pillu á dag þar til dauðinn aðskilur okkur og málið er dautt.  Slík er allavega kenning doktorsins...


Pósturinn og Alcan

Fyrir nokkrum árum síðan ýldaði pósturinn jólamat allnokkra Íslendinga.  Þá voru gerðar geysilegar ráðstafanir til að fyrirbyggja að slíkt henti aftur og það var meira að segja settur galgopi í fjölmiðlana til að undirstrika að slíkt gæti ekki gerst aftur.  En eins og fræðimenn vita (og nú þið hin...), þá getur það sem aldrei hefur gerst, alltaf gerst aftur.  Svo varð og raunin, að ég held, enda virðist mér þjónusta Póstsins aldrei hafa verið úldnari.  Tökum dæmi:

  • Ég er ennþá að fá jólakort, sem voru stimpluð innan uppgefins jólafrests.
  • Bögglasendingu (minnsta gerð af pakka) frá Blönduósi fékk ég þann 28. des sl., hún var dagsett 18.des þar nyrðra [Til hugfestingar, þá erum við að tala um ca 225 km leið, sem hægt er að fara á fjórum dögum með þokkalega hesta]  Fékk þau svör að Pósturinn hefði ætlað að keyra þessu út fyrir jól og hefði m.a. sett böggulinn í útkeyrslubíl fyrir jól og ekki bara einu sinni, heldur tvisvar.  Í hvorugt skiptið var bílinn "tæmdur" og því fór sem fór.  En þeim datt nú hvorki í hug að hringja eða senda bréfdúfu til að upplýsa mig um böggulinn. 
  • Pósturinn sá um dreifingu á afmælisgjöf Alcan "til allra Hafnfirðinga", eins og þeir stæra sig af á vefsíðu sinni.  Þessa sendingu fékk ég aldrei heimsenda.  Fyrir forvitnis sakir, þá spurði ég vinnufélaga mína búsetta í Hafnarfirði um heimtur á Bo og kom þá í ljós að 67% aðspurðra (með mér) fengu engan disk.  Hvort ætli sé um að kenna Alcan eða Póstinum ?

Þá þarf maður að reka glyrnurnar í heilsíðu auglýsingar / tilkynningar frá téðum Pósti um hvað honum hlakki nú mikið til að starfa með okkur aftur á þessu ári (eða fyrir næstu jól?).  Takk fyrir kærlega, mætti ég þá frekar biðja um hestaferðina !!!

JEL


Á gömlum degi ...

Ég var búin að henda hér inn gríðarmiklu jólabloggi um daginn, en það komst ekki alla leið því ég með klaufagangi missti það frá mér.  Náttúrulega rugla að skrifa beint í blog kassann, rak mig í enter eða eitthvað og textinn gufaði upp… Óþolandi.
Allavega í stuttu máli þá snérist færslan mest um það að við áttum hér meira gleðilegt gubb en gleðileg jól.  JR fékk einhvern skít í sig á aðfangadagsmorgun og vökvaði fótlegg Hilmars afa síns allhressilega í borðstofunni um morguninn.  Þá kom möndlugrauturinn í hádeginu með tilheyrandi listarleysi JR, en amma
Unnur náði möndlunni og fékk að launum súkkulaði-eitthvað og það sem er meira um vert þá gætti JR jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og gusaði yfir ömmu sína líka.  2-0.  Núna þurfti JEL bara að ajaxa stólana, veggina, innréttinguna og gólfið í eldhúsinu.  Þá var hafist handa við humarsúpuna og JR var nú orðin miklu hressari og sá sjónvarpsefni á meðan við elhúsuðum.  Einhvern tíma í milli tíðinni kom Eggert með sitt staðlaða og vænta gubb líka.  Ilmurinn í eldhúsinu fór skánandi eftir því sem vænta mátti af starfi manna þar, en skyndilega varð hann allt annað en lokkandi þar sem frumburðurinn hafði nú skreytt sófasettið í anda dagsins, 3-0.  Hún sofnaði nú fljótlega eftir síðustu hreingerningu dagsins og vaknaði aftur í humar/ajax súpunni en tók þó vatn og brauð fram yfir hana, enda kristilega uppalinn.  Allir voru þó við hestaheilsu í aðal- og eftirrétti.  Og þegar kom að því að skoða í pakkana var ekki að sjá að neinn hefði verið slappur fyrr um daginn, enda jólin loksins orðin gleðileg en ekki ógleði leg…

Framundan er að finna sér eitthvað að éta og glápa svo á skaupið.
Gleðilegt ár !


Kettir í myndasyrpu

Bara benda á nokkuð traust myndband hér á síðunni ...

Dulúð jólanna aflétt

Þegar ég var lítill patti hvíldi mikil leynd yfir ýmsu varðandi jólahaldið, t.d. pukur með möndluna og pakkana.  Nú horfir þetta öðruvísi við þegar maður er farinn að vasast í þessu sjálfur.  Ég hélt að dulúðin væri minni, og maður gæti þannig talað um gjafirnar og keypt eitthvað sem fellur í kramið.  Þá er einnig gott að hafa tímann fyrir sér, en ég er t.d. búin að verða mér út um gjafir handa öllum sem á að gleðja í ár.  En samt ekki, því ég er búin að kaupa eina gjöfina tvisvar og á hana samt eftir!  Gamla dulúðin er ekki eins skemmtileg og áður var, en það skal tekið fram að búið er að taka báðar þessar "gjafir" í notkun á heimili okkar.  Önnur er mikið þarfaþing og hin er mikil heimilisprýði, en hvorug kvalifiserar sem jólagjöf ...
Þannig að þá er lítið annað eftir en að fara kaupa eitthvað fallegt, pakka því inn og fela það til jóla.

JEL


Miklir reiknimeistarar, moggamenn

Viðskiptafréttin inniheldur m.a. ...
...150 þúsund júan eða 1,3 milljónir króna fyrir að ... [ Gengi ca. 8,67 ] &
...aðra leiðina er um 910 júan eða 63 þúsund krónur... [ Gengi ca. 69,23 ]
Bara smá feill !


mbl.is Lággjaldaflugfélag sektað fyrir útsölu á flugmiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

B-menn með nýtt logo í afmælinu

b-mennÞetta er auðvitað snilldarmynd sem ég fékk "lánaða" frá 365.  En þarna er aðal b-fólkið að leita að kökunni sem var keypt fyrir stórafmæli flokksins.  Hún er auðvitað pínlega lítil fyrir stórafmæli, en í miklu samræmi við fylgi flokksins og hefði varla verið nothæf í meðal skírnarveislu í norðvesturkjördæmi...  Svo er vatn með í boði hússins... Þá er gerð tilraun til að flikka uppá flokkin með nýju logoi, allt er nú reynt í þessum bransa.  Maður hefði haldið að svona lagað væri eitt það síðasta sem gert er til að eig(n)a sér, tja eigum við að segja framhaldslíf ?
En logoið er töff og lýsandi, en þar renna maður og B saman í eitt.


mbl.is Framsóknarflokkurinn 90 ára í dag; fylgið sjaldan minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsókn ÁHSL á F6

Nú eru komnar inn nokkrar nýjar myndir í albúm á vefsvæðinu.  Tilefnið er skemmtilegt, en Ásdís Heiða stórfrænka okkar kom í heimsókn nú yndir kveld.  Þær frænkur eru búnar að hlægja mikið saman og leiðist greinilega takmarkað, einu leiðindin komu í kjölfar náttfatanna og voru af allt öðrum toga.  En allavega þá mun gleðin hefjast á ný í fyrramálið, þar sem Ásdís fékk leyfi til að gista hjá frænku sinni...

JEL


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband