JEL - Hausmynd

JEL

Dulúð jólanna aflétt

Þegar ég var lítill patti hvíldi mikil leynd yfir ýmsu varðandi jólahaldið, t.d. pukur með möndluna og pakkana.  Nú horfir þetta öðruvísi við þegar maður er farinn að vasast í þessu sjálfur.  Ég hélt að dulúðin væri minni, og maður gæti þannig talað um gjafirnar og keypt eitthvað sem fellur í kramið.  Þá er einnig gott að hafa tímann fyrir sér, en ég er t.d. búin að verða mér út um gjafir handa öllum sem á að gleðja í ár.  En samt ekki, því ég er búin að kaupa eina gjöfina tvisvar og á hana samt eftir!  Gamla dulúðin er ekki eins skemmtileg og áður var, en það skal tekið fram að búið er að taka báðar þessar "gjafir" í notkun á heimili okkar.  Önnur er mikið þarfaþing og hin er mikil heimilisprýði, en hvorug kvalifiserar sem jólagjöf ...
Þannig að þá er lítið annað eftir en að fara kaupa eitthvað fallegt, pakka því inn og fela það til jóla.

JEL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

jahaa, þannig er nú það...... mn

Eggert J Levy og María Norðdahl, 20.12.2006 kl. 00:24

2 identicon

Já... þú ert greinilega farinn að átta þig á að eftirvænting og tilhlökkun - eftir einhverju óvæntu -  er málið, Jonni minn !  Hverjar eru svo gjafirnar, sem ekki eru gjafir samkvæmt „bókinni“? Nú ertu búinn að æsa upp í manni forvitnina . M

Mamma (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 03:15

3 Smámynd: abelinn

Það er einkar auðvelt að kynda undir forvitninni hjá þér mamma! Lít ekki á þetta sem sérstakt afrek hjá númer tvö..

abelinn, 20.12.2006 kl. 07:59

4 identicon

 

   það er misklningu með afmæliskokuna,þarna er nefnilega verið í hinu gamla og

goða andaglasi meistaralega foldu og verið að spyrja um hið mikla leinarmál hvort

séhægt að framlengja líf fyrir dauðan...áramótakveðjur stufur.

Reynir E.Guðbjornsson (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband